Framadagar 2014 - Vaki
Index: 0

Framadagar 2014

31.01.2014

VAKI á Framadögum háskólanna
(only in Icelandic)

 

VAKI ætlar í fyrsta skipti að taka þátt  í Framadögum háskólanna sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík 5 febrúar frá klukkan 11-16. Við hvetjum áhugasama námsmenn til þess að koma við á bás okkar nr.31 í Sólinni í HR og spjalla við starfsfólk okkar.

 

Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur á sumarvinnu, framtíðarstarfi eða verkefnavinnu fyrir fyrirtæki. Sömuleiðis að fyrirtæki kynnist mögulegum starfsmönnum hvort sem er sumarstarfsmönnum eða framtíðarstarfsmönnum. Sannkallað stefnumót nemenda og fyrirtækja.

Á Framadögum verður hvert fyrirtæki með bás þar sem hægt er að fá upplýsingar um fyrirtækið og komast í kynni við starfsmenn þess. Fjöldi örfyrirlestra verða haldnir yfir daginn, kennarar úr HÍ og HR munu etja kappi í spurningakeppni og auk annarra viðburða.
 
Þetta árið hafa 63 spennandi fyrirtæki boðað komu sínu og margir fyrirlestrar komnir á Dagskrá. Hægt er að skoða bæklinginn 2014 hér.

 

Hefur þú áhuga á verkefnavinnu með VAKA og Hí,
VAKI óskar eftir áhugasömum mastersnema í launað rannsóknar- og þróunarverkefni.

"Þróun á flæðistýringu fyrir
teljara í nýrri vörulínu VAKA"

Skoða auglýsingu

 

- See more at: http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/nr/30355#sthash.6Na7rRyN.dpuf
- See more at: http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/nr/30355#sthash.6Na7rRyN.dpuf

 

News Archives