Research and Development project - Vaki
Index: 0

Research and Development project

15.04.2014

(only in Icelandic)

   

Launað rannsóknar- og
þróunarverkefni

 

"Þróun á flæðistýringu fyrir
nýja vörulínu VAKA"

 

VAKI, Háskóli Íslands og Þú


VAKI lýsir eftir áhugasömum meistaranema í verkfræði til að vinna við þróunar- og rannsóknarverkefni í samstarfi við þróunarteymi VAKA ásamt Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. VAKI er leiðandi fyrirtæki í stærðarmælingum og talningum á lifandi fiski í heiminum í dag. Starfsmenn VAKI hafa þróað rafeindar- og myndvinnslutækni fyrir sína teljara sem hafa algjöra sérstöðu á markaðinum.

 

Verkefnið


Hönnun líkans og þróun á flæðistýringu fyrir lifandi fiska. Verkefnið miðar að því að halda þéttleika fiska stöðugum á meðan þeim er dælt frá keri í flokkunarvél og/eða teljara.  Vaki hefur nú þegar smíðað frumgerð búnaðar sem nemur þéttleika fiska í rennsli og bregst við Þegar þéttleikinn er of mikill. Þá er tjakkstýrður loki notaður til að hleypa aukalega vatni í rennslið og þannig stýra þéttleikanum. Þróun stýringar á lokanum verður meginmarkmið verkefnisins.

 
  

Helstu þættir verkefnisins eru:

  • Að rannsaka helstu þætti sem hafa áhrif á stýringuna og hvaða tegundir stýringa koma til greina.
  • Gerð á líkani sem notað er til að herma flæði og gefa mynd af möguleikum stýringar.
  • Hönnun á stýringu sem sér til þess að þéttleiki fiska haldist sem næst gefnu gildi.
  • Skilgreina virkni og eiginleika hugbúnaðar til stýringar.

 

Spennandi tækifæri

 

Við óskum eftir nemanda sem hefur góða stýritækni og merkjafræði kunnáttu og getur unnið sjálfstætt. Endaleg skilgreining á verkefninu verður unnin í samráði við nemann og deildina og varir í allt að 12 mánuði með möguleika á áframhaldandi starfi.

 

Verkefnið gefur nemandanum tækifæri að spreyta sig á raunhæfu verkefni í atvinnugeiranum og er því frábær undirbúningur fyrir fyrstu skref á vinnumarkað.

Nemi fær úthlutaða aðstöðu til að vinna að verkefninu og mun vinna í nánu samstarfi við starfsmenn þróunarteymis VAKI. Í þróunarteyminu eru 10 rafmagns- tölvu- og vélaverkfræðingar.

 

punktur  punktur  punktur  punktur  punktur  punktur

Nánari upplýsingar gefa:

 

Gunni Silli
gunnisilli@vaki.is

 

Sverrir
sverrir@vaki.is

 
News Archives