Spennandi störf í boði (Icelandic) - Vaki
Index: 0

Spennandi störf í boði (Icelandic)

07.04.2017

Vaki er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á tæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur Vaka eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 60 löndum. Starfsmenn eru 30 talsins á Íslandi og 20 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum Vaka í Chile, Skotlandi og Noregi. Miklar breytingar í rekstri fyrirtækisins voru í nóvember 2016 þegar Pentair Aquatic Eco Systems keypti öll hlutabréf í Vaka. Vaki er því orðinn hluti af stóru fyrirtæki sem ætlar sér mikið á fiskeldissviðinu á næstu árum.

Samhliða víðtækara vöruúrvali og aukinni þekkingu leitum við nú að öflugum einstaklingum til þess að takast á við krefjandi verkefni sem framundan eru. Við bjóðum upp á spennandi starfsvettvang í vaxandi alþjóðlegu umhverfi, góða starfsaðstöðu og árangurstengd launakjör.

Rafeindavirki eða rafvirki

Starfið felst í þátttöku í framleiðsluteymi Vaka. Rafeindavirki vinnur undir beinni stjórn framleiðslustjóra og ber ábyrgð á eftirfarandi málaflokkum gagnvart honum og upplýsingaflæði til hans.

Helstu verkefni:
• Prófun, samsetning og viðgerðir á framleiðslubúnaði Vaka
• Tækniaðstoð og fjarþjónusta við undirverktaka, notendur og þjónustuaðila
• Viðgerðir rafeindakorta og prófun
• Þátttaka í þróunarverkefnum
• Annað tilfallandi

Menntun og hæfniskröfur:
• Sveinspróf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun
• Drifkraftur og metnaður
• Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
• Jákvæðni og rík þjónustulund

Söluráðgjafi

Um er að ræða nýja stöðu vegna aukinna verkefna á Íslandi og erlendis. Söluráðgjafi vinnur undir beinni stjórn framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á eftirfarandi málaflokkum gagnvart honum og upplýsingaflæði til hans.


Helstu verkefni:
• Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
• Tilboðsgerð og eftirfylgni
• Skráning pantana og samningagerð
• Þátttaka í vörusýningum og ráðstefnum
• Mikil samskipti við viðskiptavini víða um heim

Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mikill áhugi á sölumennsku
• Drifkraftur og metnaður
• Góð færni í talaðri og ritaðri ensku
• Tölugleggni og nákvæmni

Hugbúnaðarsérfræðingur

Starfið felst í að þróa nýjar lausnir á sviði gagnabirtingar og úrvinnslu, ásamt því að gera umbætur á núverandi hugbúnaði.

Helstu verkefni:
• Hönnun, útfærsla og rekstur á hugbúnaðarkerfi fyrir framleiðslustýringu í fiskeldi
• Umsýsla gagnagrunna og þróun hugbúnaðar til greiningar gagna
• Þróun á vefsíðu og skýrslugerð
• Þátttaka í þróunarverkefnum

Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða verkfræði
• Þekking á vefforritunarmálum s.s. Javascript, C#, SQL
• Reynsla af hugbúnaðargerð er mikill kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar

Upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson - thorir@hagvangur.is
Inga S. Arnardóttir - inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

News Archives